Bræður á Landsmót

Þeir Spuni og Sæmundur eru báðir komnir inn á Landsmót, annar í gæðingakeppni og hinn í kynbótadómi.

Spuni mun keppa í A flokki gæðinga á Landsmótinu en Þórarinn mun keppa á honum. Spuni mætti í úrtöku hjá Spretti og er efstur inn á mót fyrir félagið. Þeir hlutu 8.92 í einkunn í forkeppni sem er sama einkunn og Spuni er með í aðaleinkunn í kynbótadómi.

Spuni og Þórarinn gerðu síðan enn betur í úrslitunum og uppskáru 9.34 í einkunn og fengu m.a. 10 í einkunn fyrir vilja.

Sæmundur yngri bróðir Spuna, tryggði sig inn á Landsmót í gær þegar hann var sýndur af Daníel Jónssyni á Hellu. Sæmundur hlaut 8.44 í aðaleinkunn, 8.60 fyrir hæfileika og 8.20 fyrir sköpulag. Hægt er að sjá dóminn hans hér fyrir neðan.

Við erum í mjög ánægð með þá bræður og hlökkum til að mæta á Landsmótið.

Þetta eru þó ekki einu landsmótsfararnir því eins og er Þórarinn einnig inn í töltinu á Þyt frá Efsta-Dal og með Funa frá Hofi í 150 m. skeiði. Þórarinn mun einnig sýna 5. vetra stóðhestinn Hring frá Gunnarsstöðum á Landsmótinu en Hringur er í eigu Ragnars, föður Þórarins.

Dómur Sæmundar

IS2008187115 Sæmundur frá Vesturkoti
Örmerki: 352206000063394
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Finnur Ingólfsson
Eigandi: Kári Finnur Auðunsson
F.: IS2002155490 Sædynur frá Múla
Ff.: IS1994184184 Dynur frá Hvammi
Fm.: IS1984255490 Litla-Þruma frá Múla
M.: IS1999225029 Stelpa frá Meðalfelli
Mf.: IS1987187700 Oddur frá Selfossi
Mm.: IS1989225030 Eydís frá Meðalfelli
Mál (cm): 142 – 132 – 136 – 64 – 141 – 38 – 47 – 43 – 6,6 – 30,5 – 19,0
Hófa mál: V.fr.: 8,8 – V.a.: 8,2
Sköpulag: 8,0 – 8,5 – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 7,5 – 8,5 – 7,0 = 8,20
Hæfileikar: 9,0 – 8,5 – 8,0 – 8,5 – 9,0 – 9,0 – 7,0 = 8,60
Aðaleinkunn: 8,44
Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 8,5
Sýnandi: Daníel Jónsson

Dómur Hrings
IS2009167169 Hringur frá Gunnarsstöðum I
Örmerki: 352206000038665
Litur: 2524 Brúnn/milli- stjörnótt hringeygt eða glaseygt
Ræktandi: Ragnar Már Sigfússon
Eigandi: Ragnar Már Sigfússon
F.: IS1995135993 Hróður frá Refsstöðum
Ff.: IS1992135930 Léttir frá Stóra-Ási
Fm.: IS1989235990 Rán frá Refsstöðum
M.: IS2001286751 Alma Rún frá Skarði
Mf.: IS1990184730 Andvari frá Ey I
Mm.: IS1984286037 Diljá frá Skarði
FORSKOÐUNARDÓMUR
Sörlastaðir í Hafnarfirði
Mál (cm): 145 – 135 – 138 – 65 – 142 – 37 – 47 – 44 – 6,6 – 29,0 – 18,5
Hófa mál: V.fr.: 8,9 – V.a.: 8,5
Sköpulag: 7,5 – 8,5 – 8,5 – 8,5 – 8,0 – 8,5 – 8,0 – 6,5 = 8,20
Hæfileikar: 9,0 – 9,5 – 5,0 – 9,0 – 9,0 – 9,0 – 8,5 = 8,36
Aðaleinkunn: 8,30 Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 8,5
Sýnandi: Þórarinn Ragnarsson

Hulda

Leave a Reply Text

Your email address will not be published. Required fields are marked *