Fyrstu folöldin komin

Þrátt fyrir kulda og gráan haga eru fyrstu folöldin farin að láta sjá sig. Við áttum von á tveimur folöldum í byrjun maí en fjögur folöld eru fædd.

Þrátt fyrir kulda og gráan haga eru fyrstu folöldin farin að láta sjá sig. Við áttum von á tveimur folöldum í byrjun maí en fjögur folöld eru fædd.

Jódís frá Ferjubakka kastaði jarpstjörnóttum hesti undan Hring frá Gunnarsstöðum. Hann er mjög fallegur, háfættur og með flottan frampart. Örlítil merarskál er á honum en við fyrirgefum það alveg. Hann hefur ekki enn fengið nafn en er mikið búið að vera pæla í nöfnum á honum og hafa meðal annars komið fram hugmyndirnar Yoda og Jónas.

Við komumst að því að Svana frá Halakoti var með lítinn laumufarþega í vetur og kom hann í heiminn 7. maí. Hann er undan Silfurtopp frá Vesturkoti og er brúnn á litinn. Við vonuðumst nú eftir brúnskjóttu en það eru ekki alltaf jólin.

Fyrst að kasta var Vala frá Ármóti en hún kom með bleikálótta hryssu undan Stála frá Kjarri. Alma Rún frá Skarði beið eftir að það snjóaði, síðast liðinn laugardag, til að kasta en hún eignaðist brúna hryssu sem er undan Hróð frá Refsstöðum og því alsystir Hrings frá Gunnarsstöðum. Þórarinn er búin að nefna hana Hringadróttinssögu frá Gunnarsstöðum.

Hulda

Leave a Reply Text

Your email address will not be published. Required fields are marked *