Þeir allra sterkustu

Þeir allra sterkustu var haldið á laugardaginn og mættu Þórarinn og Þytur á ísinn. Þeir leiddu eftir forkeppni með 8.13 í einkunn og héldu síðan fyrsta sætinu eftir frábæra sýningu á hægu tölti sem þeir uppskáru 9,0 fyrir. Sigur var staðreynd en þeir hlutu 8.67 í einkunn.

Ekki skemmdi það fyrir að hann Hans Þór Hilmarsson vinur okkar kom með okkur og endaði í öðru sæti en hann var á gæðingshryssunni Síbil frá Torfastöðum.

Hulda

Leave a Reply Text

Your email address will not be published. Required fields are marked *