Vesturlandssýningin

Hringur og Þórarinn fóru á Vesturlandssýninguna í gærkvöldi og stóðu sig heldur betur vel. Það er búið að vera nóg að gera um helgina en á föstudaginn var mót í Uppsveitadeildinni þar sem Sæmundur og Þórarinn voru að keppa og í gær var síðan Vesturlandssýningin en Þórarinn mætti þar með Hring frá Gunnarsstöðum.

Hringur verður í girðingu á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands þannig að hann verður í Borgarfirðinum í sumar. Þórarinn ákvað því að nýta tækifærið og fara með hann á Vesturlandssýninguna til að kynna hann fyrir vestlendingum. Sýningin var mjög skemmtileg og stóð Hringur sig mjög vel enda algjör gæðingur.

Hulda

Leave a Reply Text

Your email address will not be published. Required fields are marked *